Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

landflótti

Ég hef komist að því að næstum allir eru með einhvert land í huga til að flýja til ef allt fer til fjandans. Noregur, Danmörk og  canada virðast vinsælust en það er greinilegt að ræturnar okkar íslendinga eru að flosna ískyggilega mikið.  Þvílíkur glæpur sem hefur verið framinn hér.  Ég sjálf ætla til canada, ég sem hef aldrei getað hugsað mér að búa neinsstaðar annarsstaðar en á íslandi, en ef allt fer sem horfir , ja hvað getur maður gert, látið börnin sín taka við þessum eilífðarskuldum,  nei ég held ekki. ég ætla ekki að fórna framtíð barnanna minna fyrir Björgólf Þór og Sigurjón og alla hina krimmana sem eru að sitja af sér stórviðrið  einhvers staðar í útlöndum með kampavín og kavíar. Ef stjórnvöld kalla þá ekki strax til ábyrgðar ætla ég ekki að taka hana.

hugrakkur maður

Þetta er bara byrjunin ef stjórnvöld fara ekki að huga að almenningi í þessu landi,  núna var það hús og bíll,  næst......?
mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já ja takk

þakka þér fyrir það Jóhanna og gott að heyra en ef þér er sama vil gjarnan fá að sannreyna það sjálf t.d. með því að lesa fyrst yfir hvaða skuldbindingar ÉG er að taka á mig ÁÐUR EN ÞÚ SKRIFAR UNDIR FYRIR MIG
mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Í dag flagga ég í hálfa stöng, sé ekki ástæðu til að fagna, þegar stjórnvöld eru hvort eð er að gefa bretum Ísland innan nokkurra ára.  Ég get ekki komist suður til að mótmæla með ykkur en ég get að minnsta kosti gert þetta..
mbl.is Formleg hátíðarhöld hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hann heldur að við séum fífl greinilega

Það sem ég heyri að hann segir í þessari grein er "bla bla fífl eruði bla bla ég geri það sem ég vil bla bla afskiptasemi er þetta bla bla bla við þurfum ekki að fara eftir lögum bla bla hver á að stoppa okkur bla bla bla
mbl.is Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skynsamlegt

Löngu kominn tími á þetta,  það myndi verða pláss fyrir útrásarvíkingana á Hrauni ef yfirvöld hættu að stinga inn hasshausum.  Kannski ríkissaksóknari hefði tíma til að senda mikilvæg skjöl á milli stofnana ef álagið minnkaði.
mbl.is Íhuga að lögleiða hass í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Steinunn Friðriksdóttir
Steinunn  Friðriksdóttir
reyni bara að mynda mér skoðun samkvæmt bestu samvisku.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband