skynsamlegt

Löngu kominn tími á þetta,  það myndi verða pláss fyrir útrásarvíkingana á Hrauni ef yfirvöld hættu að stinga inn hasshausum.  Kannski ríkissaksóknari hefði tíma til að senda mikilvæg skjöl á milli stofnana ef álagið minnkaði.
mbl.is Íhuga að lögleiða hass í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá samhengi http://neumann.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/12/06/vaendi_takmarkad_i_amsterdam/

Ingi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögleiðum kannabis og skattleggjum neysluna. Það myndi hjálpa til við að stopa í fjárlagagatið! Svo er þetta vitaskaðlaust nema kannski helst fyrir þá sem kunna sér hvort sem er ekki hóf í neyslu vímuefna yfir höfuð, sama hvaða nafni sem þau nefnast. Á meðan ríkið selur til neyslu skemmandi leysiefni á flöskum eru engin skynsamleg rök fyrir því að halda áfram að banna náttúrleg efni sem geta þar að auki verið líknandi þeim sem eru haldnir ýmsum alvarlegum og jafnvel banvænum sjúkdómum. Ég er ekki að halda því fram að reykingar á nokkru efni séu heilsusamlegar til lengri tíma litið en það eru líka til aðrar aðferðir við inntöku sem eru mun heilsusamlegri. Auk þess er hvergi í sögu læknisfræðinnar að finna staðfest tilvik um dauðsfall af völdum kannabis, en árlega slasast hinsvegar fjölmargir og láta lífið vegna afleiðinga áfengisneyslu. Það sem réð því að efnið var bannað á sínum tíma hafði reyndar ekkert með slík rök að gera heldur stjórnaðist það af fjárhagslegum sérhagsmunum sem vildu reisa hindranir fyrir samkeppni á frjálsum markaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hasshausum er ekki stungið inn á Íslandi, alla vega ekki fyrir kannabisneyslu, svo það sé á hreinu.

Páll Geir Bjarnason, 16.6.2009 kl. 05:51

4 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

já auðvitað á að leyfa þetta, enda er bann við kannabisneyslu bara rasismi og ekkert annað. Ég las mjög áhugaverða grein um þetta ekki alls fyrir löngu þar sem farið var yfir þær ástæður sem lágu upphaflega fyrir þessum sérkennilega mismun sem er á þessum vímuefnum, áfengi taldist vera flottari drykkur, vín var hvítra manna vökvi hins vegar notuðu svertingjar kannabis. Mér finnst þetta vera nokkuð áhugavert vegna þess að í ljósi þeirrar skaðsemi sem áfengi veldur og svo því sem kannabisefni valda ætti áfengið að vera bannað. Hver hefur heyrt um einhverja slást upp á líf og dauða undir áhrifum hass, ofbeldið og glæpirnir snerta eingöngu söluna, ef sú tala er tekin úr jöfnunni munu glæpir vegna"kannabisneyslu"snarminnka.

Steinunn Friðriksdóttir, 16.6.2009 kl. 13:25

5 identicon

Víst er kannabisneytendum stungið inn á Íslandi. Það þarf ekki einu sinni neyslu, nóg að hafa það bara í vasanum eða innan seilingar. Bara svo það sé ALVEG á hreinu.

Árni (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Steinunn Friðriksdóttir
Steinunn  Friðriksdóttir
reyni bara að mynda mér skoðun samkvæmt bestu samvisku.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband